Skip to content

Um okkur

Krafla logo

Að Krafla.is og Krafla.com stendur útgáfufyrirtækið Skrautás ehf. sem stofnað var 1999. Auk þess gefur Skrautás ehf. út Grafarvogsblaðið, Grafarholtsblaðið og Árbæjarblaðið í Reykjavík.

Nafnið Krafla er sótt í þekktustu flugu Kristjáns Gíslasonar og tengist með beinum hætti íslenskri náttúru, fluguveiði og höfundinum. Kröflu orange hannaði Kristján í kjölfar Kröfluelda 1977. Í kjölfarið fylgdu síðan margir litir og afbrigði Kröflunnar.

Skrautás ehf. hefur það fyrst og fremst á stefnuskrá sinni að gefa veiðimönnum kost á að sýna fiskum íslenskar flugur á ný eftir Kristján Gíslason og halda um leið nafni þessa mikla fluguhnýtingamanns og hönnuðar sem hæst á lofti í framtíðinni. Einnig framleiðir og selur Skrautás ehf. silungaflugur Gylfa heitins Kristjánssonar sem lést langt fyrir aldur fram 2007. Loks eru líka flugur til sölu á Krafla.is sem eru hannaðar af Stefáni Kristjánssyni. Gylfi og Stefán eru synir Kristjáns Gíslasonar.

Kristján Gíslason hafði eftirfarandi atriði í heiðri sem fluguveiðimaður:

  • Að fluguveiði eigi að stunda af heiðarleika og bera jafnan mikla virðingu fyrir náttúrunni og hennar afkvæmum.
  • Að veiðimenn gangi jafnan um íslenska náttúru af mikilli nærgætni og virðingu.
  • Að fiskveiðilögum - og reglum sé fylgt til hins ýtrasta.
  • Að fluguveiði sé list.
  • Að bera jafnan mikla virðingu fyrir öðrum veiðimönnum og veiðifélögum.

Við hjá Skrautás ehf. höfum þessi atriði að leiðarljósi og vonum að allir fluguveiðimenn geri slíkt hið sama. Til eru um 100 uppskriftir af flugum Kristjáns Gíslasonar og mun fyrirtækið velja úr þær flugur sem boðnar verða til sölu í netversluninni Krafla.is til að byrja með. Smátt og smátt verður síðan bætt í safnið þar til allar flugur Kristjáns verða komnar í sölu í netversluninni.

Við framleiðsluna var þess vandlega gætt að vandvirkni væri höfuðatriði ásamt því að flugurnar séu sterkar og endingargóðar. Flugurnar eru framleiddar erlendis undir ströngu eftirliti og stóð samstarf okkar við framleiðandann og undirbúningsvinna yfir í tæp tvö ár. Ströngum kröfum okkar um útlit og styrkleika flugnanna hefur nú verið mætt að fullu og því getum við verið stolt af okkar framleiðslu.

Flugurnar á Krafla.is hafa þá sérstöðu að heita allar íslenskum nöfnum. Þær þykja með afbrigðum fallegar, vel hnýttar, endingargóðar og veiðnar eins og dæmin sanna frá 1966. Á bak við hverja flugu hjá Kristjáni var heilmikil rannsókn. Setti hann það skilyrði að áður en fluga fengi nafn hefði hún vakið verulegan áhuga fiska. Sömu sögu er að segja af þeim Gylfa og Stefáni.

Við hjá Skrautás ehf. leggjum áherslu á að bjóða fluguveiðimönnum vandaða vöru undir vörumerkinu Krafla á sanngjörnu verði. Í framtíðinni munum við fjölga vöruflokkum og einungis bjóða fluguveiðimönnum upp á framleiðslu í hæsta gæðaflokki.

Stefán Kristjánsson